top of page
lambakjot-grill-netid.jpg
black-grunnur saelkera.jpg

Lambakjöt

lambaprime.jpg

Aðferð

Skref 1  Maukið saman einiberin og olíuna í blandara. Hellið yfir lambaprimið  

Skref 2  .Skrælið börkin af 2 sítrónum og stráið yfir. Kryddið með pipar og látið kjötið marinerast á kæli yfir nótt. Sjóðið bankabyggið í vatni með ögn af sjávarsalti í um það bil 40 mín. Kælið byggð þegar það er soðið. Þegar byggið er kalt, blandið þið því við jógúrt og sýrðan rjóma.

Skref 3 Bætið söxuðum kryddjurtum útí ásamt rifnum berki af hálfri sítrónu og smakkið til með sjávarsalti. Takið lambaprimið úr marineringunni og kryddið vel með salti. Brúnið á vel heitu grilli þangað til að kjötið hefur fengið fallegan brúningu. Slökkvið þá öðrumegin á grillinu og færið kjötið á þann hluta sem slökkt er á. Lokið grillinu og eldið lambið áfram þar til þær hafa náð 62 C í kjarnhita. Takið lambið af grillinu og látið hvíla á bakka í 10 mín. Saxið dillið og sáldrið yfir lambið áður en þið berið fram.

Skref 4 Veltið vorlauknum upp úr olíu og salti. Grillið þar til hvíti hlutin af vorlauknum er orðin mjúkur. Gott er að blanda saman góðri óífuolíu og sítrónusafa til að velta vorlauknum upp úr eftir að hann kemur af grillinu.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          00:00 klst.

Undirbúningur:     00 mín.

Tilbúið eftir:          00:00 klst.

lambaprime.jpg

Innihald

  • 1 kg Lambaprime

  • 1 dl Mild repjuolía

  • 20 gr  Einiber

  • 2 stk Sítrónubörkur

  • 10 gr Saxað dill

  • 160 gr Bankabygg

  • 640 ml Vatn

  • 300 gr Jógúrt

  • 100 gr Sýrður rjómi (36%)

  • 3 gr Graslaukur

  • 1 gr Dill

  • 5 gr Steinselja

  • 1 gr Minta

  • 2 gr Fáfnisgras

  • 16 stk Vorlaukur

  • Ólífuolía

  • Sítrónusafi

Steikt súrdeigbrauð með smjöri og hvítlauk sem er gott meðlæti með mat.

Aðferð

Skref 1  Grillið er hitað þar til það er orðið sjóðheitt

Skref 2 Kjötið er pennslað með olíu, kryddað með salti og nýmuldum pipar

Skref 3 Grilað í ca. tvær til tvær og hálfa mínútu á hvorri hlið (fer etir krafti grillsins)

Skref 4 Sett á bakka með mörðum hvítlauk og rosmarin og látið hvíla þar í 5 mín. meðan steikin jafnar sig

Skref 5 Svo er steikin pensluð vel með Dijon sinnepi áður en hvítlauksmjörið er sett á.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          00:00 klst.

Undirbúningur:     00 mín.

Tilbúið eftir:          00:00 klst.

canstockphoto78959668.jpg

Innihald

  • 4-6 stk Lamba Sirloin steikur ca.160gr

  • Salt

  • Svartur Pipar úr kvörn

  • Olía

  • Hvítlauksgeiri pressaður

  • Ferkt rósmarin

  • Original Dijon sinnep

Aðferð

Skref 1  Kótiletturnar flattar dálítið út, og steiktar í olíunni á pönnu

Skref 2 Kryddaðar með salti og piparnum.

Skref 3 Þegar kóteletturnar eru steiktar eru þær teknar af, olíu og smjöri bætt á pönnunna ásamt smávegis af söxuðum ferskum basillaufum

Skref 4 Sólþ. tómatarnir, hneturnar, hvítlaukurinn og basillaufin maukuð saman í matvinnsluvél.og smurt ofaná kóteletturnar þegar þær eru bornar fram

Skref 5 Spergilkálið soðið létt, kryddað og bakað í ofni með osti þar til það verður ljósbrúnt.

Skref 6 Kartöflurnar soðnar, steiktar í olíunni og smá smjöri og framreitt með.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          00:00 klst.

Undirbúningur:     00 mín.

Tilbúið eftir:          00:00 klst.

lambakjot-grill-netid.jpg

Innihald

  • 12 stk Meðalstórar kótilettur

  • 150 gr  Sólþurrkaðir tómatar

  • 150 gr  Kasjúhnetur

  • 1 búnt Ferskt basil

  • 2 stk Hvítlauksrif

  • 60 ml Ólívuolía

  • 150 gr Smjör

  • 400 gr Karöflusmælki

  • 2 stk Spergilkál

  • Brauðostur

  • Salt og mulinn pipar

Smá austurlenskt tvist á klassískri lambasteik , tilvalið að bera fram með t.d. soðnum hrísgrjónum og góðu grænsalati.

Aðferð

Skref 1  Kjötinu velt upp úr hveitinu og kryddað með salt og pipar

Skref 2 Olían hituð á pönnu og kjötið brúnað vel á öllum hliðum.

Skref 3 Saxaður laukurinn, hvítlaukurinn og blaðlaukur sett út í pönnuna og látin meyrna í smá stund

Skref 4 Þar á eftir er grænmetið sem skorið er í hæfilega bita, börkurinn, krydd, soð og kókosmjólkinn sett útí.

Skref 5 Hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita í 50. mín.

Skref 6 Sósan þykkt með smjörbollu eða maizena (sósuþykkni).

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          00:00 klst.

Undirbúningur:     00 mín.

Tilbúið eftir:          00:00 klst.

canstockphoto77832235.jpg

Innihald

  • 600 gr Lambagúllas

  • 1 dl Matarolía

  • 200 gr Gulrætur

  • 100 gr Laukur

  • 6 stk Hvítlauksrif

  • 1 stk Blaðlaukur

  • 40 gr Ferskur engifer

  • 1 stk   Sírtónubörkur

  • 1 stk  Appelsínubörkur

  • 4 msk Hveiti

  • 4 msk Tómarpurré

  • 4 dl  Kjötsoð (eða vatn og kjötkraftur)

  • 4 dl Kókósmjólk

  • 4 stk Lárviðarlauf

  • 1 msk Garðblóðberg

  • 2 msk Turmerik

  • 1 msk Korianderduft

  • Salt og pipar

Heimagert lambasoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Beinin eru brúnuð í ofni í ca 30 min á 200℃.

Skref 2 Laukur, gulrætur og sellerýstöngull er léttbrúnað í potti

Skref 3 Beinum er bætt í og síðan tómatmaukinu, svo vatninu og kryddum. Passa að vatnið fljóti yfir beinin.

Skref 4 Látið malla í cirka 10 klst, en fleytið fituna sem myndast af reglulega og bætið vatni í eftir þörfum.

Skref 5 Siktið beinin frá og sjóðið soðið rólega niður um cirka helming þá ætti það að vera fullkomið til notkunar.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          11:00 klst.

Undirbúningur:     60 mín.

Tilbúið eftir:          12:20 klst.

nautasoð.jpg

Innihald

  • 2.5 kg Lambabein

  • 2-3 msk Olía

  • 3 stk Laukur

  • 2 stk Gulrætur

  • 2 msk Tómatmauk

  • 1 stk Sellerýstöngull

  • 1/2 búnt Timjan

  • 2 stk Lárviðarlauf

  • 10 stk Svört piparkorn

  • ca . 5 lítrar Vatn

bottom of page