top of page
Search
esja50

Að gefnu tilefni

Til umræðu hefur komið á netmiðlum undanfarna daga innflutningur á tollfrjálsum kjúklingi frá Úkraínu. Ríkisstjórn Íslands heimilaði með lögum á síðasta ári að flytja tímabundið inn tollfrjálsar landbúnaðarvörur frá Úkraínu til stuðnings vegna innrásar Rússa. Fyrir örríkið Ísland var þetta mjög varhugaverð ákvörðun að óskoðuðu máli. Þarna fylgdi ríkisstjórnin eftir ákvörðunum ESB og fleiri, t.d. Bretlands og Noregs. Sá galli var hins vegar á íslensku löggjöfinni að Ísland eitt landa setti ekki fyrirvara um um áhrif mögulegs innflutnings á innanlandsmarkaðinn hér. Hér að neðan má sjá fyrirvara Breta sem dæmi:


The Government has negotiated with Ukraine to limit negative impacts of the removal of tariffs to UK industry by including a broad safeguard mechanism in the Exchange of Notes which will allow the United Kingdom to protect domestic industry in the unlikely event they are impacted by a surge of Ukrainian imports. New legislation will be made if that safeguard needs to be exercised.


Esja Gæðafæði ehf., sem er í eigu Kaupfélag Skagfirðinga svf., flutti inn tvo gáma á síðasta ári af kjúklingi frá Úkraínu en ekki hefur orðið framhald á þeim innflutningi. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að af þeim kjúklingi var greiddur fullur tollur og því ekki nýtt heimld um tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu. Um er að ræða gæðakjúkling en magn þessa innflutnings nemur um 2% af heildarinnflutningi á kjúklingi til landsins á síðasta ári. Líkt og fram hefur komið í fréttum er kjúklingakjöt mest selda kjöttegundin í landinu og eftirspurnin hefur aukist. Enn sem komið er annar innanlandsframleiðslan ekki eftirspurn og því er nauðsynlegt að flytja inn það magn sem uppá vantar til að svara eftirspurn markaðarins. Alls var flutt inn til landsins ca. 1.700 tonn af kjúklingi í fyrra og því erum við litlir á þessum markaði. Við þurfum hins vegar að uppfylla kröfur okkar viðskiptavina eins og aðrir.


F.h. Esju Gæðafæði ehf.

Hinrik framkvæmdastjóri

268 views0 comments

Recent Posts

See All

Breyting á Sendingargjaldi

Til þess að viðhalda þjónustustigi Esju til viðskiptavina þarf að gera breytingar á dreifingum hjá okkur. Þessar breytingar hafa áhrif á...

Rammasamningur

Rammasamningsnúmer okkar í Esju Gæðafæði er 4622 Samningsflokkarnir eru: Lambakjöt/Kindakjöt Nautakjöt Svínakjöt Kjúklingur/Kalkúnn...

コメント


bottom of page