top of page
bernaisesosumyndl-netid.jpg
black-grunnur saelkera.jpg

Sósur

canstockphoto21851252.jpg

Einföld og fljótleg tómatsulta sem hentar vel sem meðlæti. Sérstaklega góð með lambakjöti.

Aðferð

Skref 1  Kreistið safann úr tveimur sítrónum í pott

Skref 2  Bætið við sykri og tómötum og látið sjóða rólega þangað til tómatarnir eru maukaðir og vökvinn að mestu leiti gufaður upp

Skref 3 Kælið niður og smakkið til með salti og ný möluðum svörtum pipar.

Skref 4 Setjið í krukkur og geymið inn á kæli.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          30 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          35 mín.

tomatsulta.jpg

Innihald

  • 2 Öskjur af kirsuberjatómötum

  • 2 stk Sítrónum

  • 55 gr Sykur

  • Salt og pipar

Steikt súrdeigbrauð með smjöri og hvítlauk sem er gott meðlæti með mat.

Aðferð

Skref 1  Hitið pott, skerið niður lauk, gulrót og sveppi í litla bita. Léttbrúnið upp úr olíu ásamt þurrkuðu sveppunum.

Skref 2  Bætið hvítlauksgeirum og svo rauðvíninu út í og sjóðið niður um helming.

Skref 3 Nautasoðinu er bætt út í og soðið niður um 2/3. Svo að lokum er það allt sigtað

Skref 4 Á annarri pönnu eru sveppirnir steiktir vel upp úr smjöri og bætt ofan í.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          20 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

canstockphoto21851252.jpg

Innihald

  • 3 stk Laukur

  • 1/2 stk Gulrót

  • 60 gr Sveppir

  • 50 gr Villisveppir (þurrkaðir)

  • 200 ml Rauðvín

  • 750 ml Nautasoð

  • 2 stk Hvítlauksgeiri (kraminn)

  • 5-6 greinar Timjan

  • 150 gr Sveppir (í bitum)

  • 3 msk Smjör

  • Svartur pipar

  • Salt og sykur (eftir smekk)

Appelsínusósa passar sérstaklega vel með ýmiskonar fuglakjöti, sérstakalega gott er að hafa sósuna með andabringum.

Aðferð

Skref 1 Hitið olíu í potti.

Skref 2 Grænmetið er skorið niður í litla bita og léttbrúnað.

Skref 3 Appelsínusafa er bætt við og soðið niður um helming.

Skref 4 Ediki og sojasósu bætt við og látið malla í 2-3 min áður en kjúklingasoðinu er bætt saman við.

Skref 5 Rósmaríngrein, stjörnuanís, hvítauksgeirum og rifnum engifer er bætt saman við og soðið niður um 2/3 .

Skref 6 Sigtað í nýjan pott og smakkað til með salti og sykri.

Skref 7 Appelsínan er afhýdd með beittum hníf og laufin skorin úr henni. Allt skorið í litla bita. Gott er að kreista afskurðinn af appelsínunni út í sósuna til að fá smá ferskan safa út í.

Skref 8 Sjóðið upp sósuna aftur og hrærið köldu smjöri út í til að þykkja. Takið af hitanum og berið fram.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          20 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

canstockphoto41241137.jpg

Innihald

  • 500 ml Appelsínusafi

  • Appelsínulauf af einni appelsínu

  • 3 msk Olía

  • 3 stk Laukur

  • 1 stk Gulrót

  • 5 stk Sveppir

  • 4 stk Hvítlauksgeiri (kraminn)

  • 1 grein Rósmarín

  • 700 ml Kjúklingasoð

  • 30 ml Sojasósa

  • 40 gr Edik

  • 100 ml Rauðvín

  • 1 stk Stjörnuanís

  • 30 gr Engifer ferskt (rifið)

  • 2-3 msk Smjör

  • Salt og sykur (eftir smekk)

Bernaise-sósa er afskaplega góð og hentar vel með flestum mat en sérstaklega passar hún vel með nauta- og lambakjöti.

Aðferð

Skref 1  Bræðið smjörið í potti á vægum hita.

Skref 2  Eggjarauður, bernaise essense og sinnepinu blandað saman í járnskál og pískað vel saman yfir pottinum sem smjörið er brætt í. Ath að setja skálina einungis yfir hitann í nokkar sekúndur í senn og píska vel á meðan. Ef hitinn verður of mikill er hætta á þvi að elda eggin of mikið - en við viljum píska þau saman þar til þau eru farin að þykkna aðeins og smá froða farin að myndast.

Skref 3 Þá er smjörinu pískað varlega saman við.

Skref 4 Estragoni bætt út í og smakkað til með salti og sykri.

 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          5 mín.

Undirbúningur:     20 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

bernaisesosumyndl-netid.jpg

Innihald

  • 400 gr Smjör

  • 4 stk Eggjarauður 

  • 1 msk Dijon sinnep

  • 2-3 msk Bernaise essence

  • 2 msk Estragon (saxað) 

  • Salt og sykur (eftir smekk)

Einföld og bragðgóð bláberjasósa sem er sérstaklega góð með lambakjöti.

Aðferð

Skref 1  Laukur, gulrót og sellerýstöngull er létt brúnað í potti í 6-7 mín úr smjöri.

Skref 2  Þurrkryddum bætt saman við.

Skref 3  Síðan er eplaediki hellt út í og soðið alveg niður í sýróp.

Skref 4  Þá er bláberjasafanum bætt við og soðið niður um helming.

Skref 5  Síðan er villibráðarsoðinu bætt við.

Skref 6  Hvítlauksgeira og timjan er bætt út á og soðið niður um helming eða þar til kjarngott bragð er komið í sósuna.

Skref 7  Sigtað og smakkað til með salti, sykri og ögn af sítrónusafa.

Skref 8  Að lokum er sósan látin sjóða og kalt smjör hrært saman við til að þykkja hana.

Skref 9  Fersk bláber sett út í rétt áður en sósan er borin fram.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          20 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

canstockphoto80440528.jpg

Innihald

  • 1 stk Laukur 

  • 1/2 stk Gulrót 

  • 1 stk Sellerýstöngull 

  • 10 greinar Timjan

  • 1 stk Hvítlauksgeiri (kraminn) 

  • 1 stk Lárviðarlauf

  • 10 stk Piparkorn (heil)

  • 1/2 stk Kanilstöng

  • 1 L Villibráðarsoð

  • 800 ml Bláberjasafi 

  • 500 gr Eplaedik

  • Salt, sykur og sítrónusafi (eftir smekk) 

Einföld og góð sósa sem hentar vel með öllu kjötmeti, sérstaklega lambakjöti og villibráð.

Aðferð

Skref 1  Laukur, gulrót og sellerýstöngull er létt brúnað í potti í 6-7 mín úr smjöri.

Skref 2  Þurrkryddum bætt saman við.

Skref 3  Síðan kirsberjaediki er hellt út í og soðið alveg niður í syróp.

Skref 4  Þá kemur krækiberjasafinn sem er soðinn niður um helming.

Skref 5  Og svo næst villibráðarsoðið.

Skref 6  Hvítlauksgeira og timjan er sett út á og soðið niður um helming eða þar til kjarngott bragð er komið í sósuna.

Skref 7  Sigtað og smakkað til með salti, sykri og ögn af sítrónusafa.

Skref 8  Að lokum er sósan látin sjóða og köldu smjöri hrært saman við til að þykkja hana.

Skref 9  Krækiber sett út í rétt áður en sósan er borin fram.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          20 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

canstockphoto22661771.jpg

Innihald

  • 1 stk Laukur 

  • 1/2 stk Gulrót 

  • 1 stk Sellerýstöngull 

  • 8 greinar Timjan

  • 1 stk Hvítlauksgeiri (kraminn) 

  • 1 stk Lárviðarlauf

  • 10 stk Piparkorn (heil)

  • 1/2 stk Kanilstöng

  • 1 L Villibráðarsoð

  • 800 ml Krækiberjasafi 

  • 50 gr Kirsuberjaedik

  • Salt, sykur og sítrónusafi (eftir smekk) 

Klassísk og bragðmikil rauðvínssósa sem er einstaklega góð með hægelduðu nautakjöti en hentar engu að síður vel með flestu kjötmetti.

Aðferð

Skref 1  Laukurinn, sveppir og gulrót er létt brúnað í potti í 6-7 min fyrst upp úr olíu svo er smjöri.

Skref 2  Balsamic ediki er hellt út í og soðið alveg niður í syróp.

Skref 3  Þá kemur rauðvínið sem er soðið niður um helming.

Skref 4  og svo loks nautasoðið.

Skref 5  Hvítlauksgeira og timjani er bætt út í og soðið niður um helming eða þar til kjarngott bragð er komið í sósuna.

Skref 6  Sigtað og smakkað til með salt, sykri og ögn af sítrónusafa.

Skref 7  Að lokum er sósan látiðn sjóða og kalt smjör hrært saman við til að þykkja hana.

 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          20 mín.

Undirbúningur:     5 mín.

Tilbúið eftir:          30 mín.

shutterstock_85102102.jpg

Innihald

  • 750 ml Nautasoð

  • 2-3 msk Olía

  • 2 msk Smjör 

  • 1 stk Shallot laukur (skorinn gróft)

  • 30 gr Gulrætur (skornar gróft) 

  • 70 gr Sveppir 

  • 2 stk Hvítlauksgeiri (kraminn)

  • 55 ml Balsamic edik

  • 100 ml Rauðvín

  • Sítrónusafi (eftir smekk)

  • Salt, sykur og sítrónusafi (eftir Salt og sykur (eftir smekk)

Heimagert villibráðarsoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Sagið eða höggvið beinin í litla bita.

Skref 2  2-3 msk af olíu sett yfir og þau bökuð í ofni á 185℃ í 10 -15 min.

Skref 3  Á meðan er laukur, gulrót, sellerístilkur og þurrkaðir villisveppir brúnaðir létt á pönnu, svo þurkryddum og timjan bætt í og eldað áfram í 2 min.

Skref 4  Tómatmauki bætt saman við og hrært vel.

Skref 5  Svo beinum úr ofninum (passa að auka fita eða olia komi ekki með í pottinn)

Skref 6  Fyllt upp með vatni þannig að það fljóti yfir beinin.

Skref 7  Sjóðið í um það bil 4 klst.

Skref 8  Sigtað og svo soðið niður um helming eða þar til þú ert komin með kjarngott villibráðarsoð.

 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          4:20 klst.

Undirbúningur:     30 mín.

Tilbúið eftir:          5:00 klst.

canstockphoto42934736.jpg

Innihald

  • 1,5 kg Bein af villibráð

  • 2 stk Laukur (gulur)

  • 1/2 stk Gulrót

  • 1 stk Sellerýstilkur 

  • 10-15 stk Einiber

  • 50 gr Villisveppir (þurkaðir)

  • 1 stk Lárviðarlauf 

  • 1 tsk Tómatmauk (úr dós)

  • 1/2 búnt Timjan 

  • 2-3  msk Olía 

  • Vatn

Heimagert kjúklingasoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Beinin eru brúnuð á 180℃ í cirka 20 min eða þar til þau eru orðin gullbrún.

Skref 2  Grænmetið er skorið í litla bita og léttbrúnað í pott með smá af olíu.

Skref 3  Kryddum bætt saman við.

Skref 4  Kjúklingabeinunum er síðan bætt saman við ásamt vatni.

Skref 5  Suðan er látin koma upp og látið síðan malla í 4-5 klst á vægum hita. --> Fitunni er reglulega fleytt af sem myndast ofaná.

Skref 6  Sigtið soðið og sjóðið afram niður um 1/3 .

Skref 7  Ef ekki á að nota soðið strax er það kælt og geymt í ísskáp eða frysti.

black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          6:00 klst.

Undirbúningur:     20 mín.

Tilbúið eftir:          6:40 klst.

canstockphoto27720183.jpg

Innihald

  • 2 kg Kjúklingabein 

  • 2-3  msk Olía 

  • 1 stk Gulrót

  • 3 stk Laukur

  • 2 stk Lárviðarlauf 

  • 10 stk Hvít piparkorn

  • Vatn

Heimagert grænmetissoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Grænmetið er skorið í litla bita, eldað í potti á vægum hita í um 10 min án þess að það brúnist.

Skref 2  Restin af kryddum bætt við og eldað í 3-4 min í viðbót.

Skref 3  Svo hvítvín bætti ofan í og fyllt upp með vatni þannig að vatn fljóti yfir grænmetið, látið malla í um 20-35 min.

Skref 4  Takið svo af hita og plastið í 20 min.

Skref 5  Sigtið svo.

 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          1:10 klst.

Undirbúningur:     20 mín.

Tilbúið eftir:          1:35 klst.

canstockphoto48862529.jpg

Innihald

  • 5  msk Olía 

  • 500 gr Gulrætur 

  • 250 gr Laukur

  • 25 gr Fennell 

  • 2 stk Sellerýstönglar

  • 1/4 Blaðlaukur 

  • 1/2 búnt Estragon 

  • 2 stk Sítrónubörkur 

  • 2 stk Appelsínubörkur 

  • 2 stk Anísstjörnur 

  • 1 tsk Kóríander fræ

  •  Ti3 greinarmjan

  • 1 stk Hvítlaukur 

  • 1 flaska Hvítvín 

  • Vatn

Heimagert lambasoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Beinin eru brúnuð í ofni í ca 30 min á 200℃.

Skref 2 Laukur, gulrætur og sellerýstöngull er léttbrúnað í potti

Skref 3 Beinum er bætt í og síðan tómatmaukinu, svo vatninu og kryddum. Passa að vatnið fljóti yfir beinin.

Skref 4 Látið malla í cirka 10 klst, en fleytið fituna sem myndast af reglulega og bætið vatni í eftir þörfum.

Skref 5 Siktið beinin frá og sjóðið soðið rólega niður um cirka helming þá ætti það að vera fullkomið til notkunar.

 
 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:          11:00 klst.

Undirbúningur:     60 mín.

Tilbúið eftir:          12:20 klst.

canstockphoto27720316.jpg

Innihald

  • 2.5 kg Lambabein

  • 2-3 msk Olía

  • 3 stk Laukur

  • 2 stk Gulrætur

  • 2 msk Tómatmauk

  • 1 stk Sellerýstöngull

  • 1/2 búnt Timjan

  • 2 stk Lárviðarlauf

  • 10 stk Svört piparkorn

  • ca . 5 lítrar Vatn

Heimagert nautasoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.

Aðferð

Skref 1  Beinin eru brúnuð í ofni þi 30 min á 200℃.

Skref 2  Laukur, gulrætur og celerystöngull er léttbrúnað í potti sem rúmar beinin.

Skref 3  Beinum er bætt í og tómatmaukinu, svo vatninu og kryddum. Passa að vatnið nái yfir beininn.

Skref 4  Látið malla í cirka 10 klst, en fleytið fituna sem myndast af regluglega og bætið í vatni eftir þörfum.

Skref 5  Siktið beinin frá og sjóðið soðið rólega niður um cirka helming þá ætti það að vera fullkomið til notkunar.

 
black-grunnur saelkera.jpg

Eldunartími:           11:00 klst.

Undirbúningur:     60 mín.

Tilbúið eftir:          12:20 klst.

nautasoð.jpg

Innihald

  • 2,5 kg Nautabein

  • 2-3 msk Olía

  • 3 stk Laukur

  • 2 stk Gulrætur

  • 2 msk Tómat mauk

  • 1 stk Sellerýstöngull

  • 1/2 búnt Timjan

  • 2 stk Lárviðarlauf

  • 10 stk Svört piparkorn

  •  ca . 5 lítrar Vatn

bottom of page