Það er fátt eins einfalt og gott eins og nauta Rib-eye. Þessi klassíski réttur stendur alltaf fyrir sínu og með því að hægelda kjötið sous vide bráðnar það næstum því í munni. Þetta er fremur einföld eldamennska og hentar því vel í matarboð og slær alltaf í gegn. Gott er að hafa Hasselback kartöflur og gulrætur sem meðlæti.
Aðferð
Skref 1 Takið Rib-eye steikina úr kæli circa klst áður en á að fara að elda hana.
Skref 2 Stillið hitajafnarann á 58-59 gráður (mælt með). Fyrir miðlungs hrátt (54-57 gráður). Fyrir vel steikt (69 gráður eða meira).
Skref 3 Þegar vatnsbaðið hefur náð réttum hita, setjið steikina ofan í upprunalegum pakkningum og eldið í 90 min.
Skref 4 Eftir eldun er steikin tekin úr pakkninguni og þerruð létt með pappír og krydduð eftir smekk með grófu salti og pipar.
Skref 5 Panna er vel hituð eða þar til fer að rjúka úr henni, olía sett á og svo Rib-eyi steikin. Steikið á hvorri hlið í 3-4 min. Gott er að setja 2-3 msk af smjöri, smá af rósmarin og hálfan hvítlauksgeira fljótlega eftir að steikin er komin á pönnuna.
Skref 6 Látið steikina hvíla í nokkrar mínútur eftir að hún kemur af pönnunni og berið svo fram.
Nautakjöt
Eldunartími: 1:40 klst.
Undirbúningur: 60 mín.
Tilbúið eftir: 3:00 klst.
Eldunartími í sous vide
90 – 120 mín.
-
Miðlungs hrátt, 54-57 gráður
-
Miðlungs, 58-59 gráður ( Mæli með )
-
Vel steikt, 69 og hærra.
Innihald
-
Rib-eye steik frá Esju
-
Olía og smjör til að steikingar
-
Hvítlauksgeiri
-
Rósmarín (ferskt)
-
Salt (gróft)
-
Pipar (úr kvörn)
Heimagert nautasoð er góður grunnur í ýmsa rétti, sósur og súpur. Hægt er útbúa soðið og geyma síðan í ísskáp eða frystir þar til á að nota það.
Aðferð
Skref 1 Beinin eru brúnuð í ofni þi 30 min á 200℃.
Skref 2 Laukur, gulrætur og celerystöngull er léttbrúnað í potti sem rúmar beinin.
Skref 3 Beinum er bætt í og tómatmaukinu, svo vatninu og kryddum. Passa að vatnið nái yfir beininn.
Skref 4 Látið malla í cirka 10 klst, en fleytið fituna sem myndast af regluglega og bætið í vatni eftir þörfum.
Skref 5 Siktið beinin frá og sjóðið soðið rólega niður um cirka helming þá ætti það að vera fullkomið til notkunar.
Eldunartími: 11:00 klst.
Undirbúningur: 60 mín.
Tilbúið eftir: 12:20 klst.
Innihald
-
2,5 kg Nautabein
-
2-3 msk Olía
-
3 stk Laukur
-
2 stk Gulrætur
-
2 msk Tómat mauk
-
1 stk Sellerýstöngull
-
1/2 búnt Timjan
-
2 stk Lárviðarlauf
-
10 stk Svört piparkorn
-
ca . 5 lítrar Vatn