Til þess að viðhalda þjónustustigi Esju til viðskiptavina þarf að gera breytingar á dreifingum hjá okkur. Þessar breytingar hafa áhrif á sendingar innan höfuðborgarsvæðisins og sendingar út á land, en flestir okkar viðskiptavina ættu ekki að finna neina breytingu hjá sér.
Breytingarnar eru eftirfarandi:
Sendingar á höfuðborgarsvæðinu.
Allar sendingar undir 25.000 kr án VSK fá sendingargjald að upphæð 5.000 kr án VSK
Sendingar með flutningsaðila út á land (Flytjandi, Landflutningar og aðrar flutningsþjónustur).
Allar sendingar undir 50.000 kr án VSK kr greiðir viðtakandi fyrir. Ef sending fer yfir 50.000 kr án VSK þá greiðir Esja flutning.
Eins og áður segist eru þessar breytingar gerðar til þess að geta haldið áfram að bjóða upp á framúrskarandi vörur með framúrskarandi þjónustu og við vonum að þetta hafi sem minnst áhrif á okkar viðskiptavini. Ef það koma upp spurningar eða ykkur vantar frekari upplýsingar verið endilega í sambandi við ykkar sölumann eða heyrið í okkur í síma 570-6640.
Comentarios